ég spyr nú bara...

hvað er eigilega í gangi með auglýsingarnar hér á landi? Eruði ekki í gríninu með þetta. tökum nokkur dæmi: vodafone einhver sú lélegast sem þeir hafa sent frá sér.. prinsessa sem dömpaði öllum gæjunum með smsi en svo bara gat hún ekki lengur sent sms og svo videre.. shjettt ég þarf bara að skipta um stöð þegar þessi kemur spauglaust sko... svo við tölum nú ekki um Dominos augl. hvað er það? einhver talandi brúða ohhh ég fæ alveg kjánahroll og skipti líka um stöð.. ég er búin að hlaupa svo mikið að skórnir mínir eru orðnir flatbotna!!! hahaha not!! hver sendir svona óbjóð frá sér?????? hvað varð um færeyinginn???? "tetta segir tú ekki attur" þær voru snilldLoL eitt en dæmi um vonda auglýsingu er Reunault auglýsinginn sem er með einhverju pylsubrauði alveg glötuð... Allaveg skilar þetta varla einhverju til fólks ég myndi allavega ekki kaupa mér Reunault eða hvernig sem það er skrifað (runó) þegar það er verið að líkja gæðum bílsins við pylsubrauð.... Dominos auglýsinginn fær mig ekki til að hringja og panta pizzu svo mikið er víst. En svo eru sumar auglýsingar mjög góðar og vekja áhuga mans en klárlega ekki þessar þær eru bara vondar!!!! hvað finnst ykkur? 

Leiter

Helgan í auglýsingagagnrýniLoL


einn af uppáhalds

þáttnum mínum er kvöld Prison Break  jessssss. Endalaus spenna í þessum þáttum.  Missti á seinasta þætti því ég var með kynningu og svo ætlaði ég að horfa á endursýninguna í gær en einkasonurinn passaði upp á að ég fengi bara ekkert að sjá hann vaknaði um leið og stefið byrjaði þannig ég verð kannski pínu týnd í þættinu í kvöld en hvað um það bara meiri spenna újeeee.

prison gaurarnir

rusalegir gaurar!!

b25992164[1]

öss öss öss!!!!!!!!

Leiter

Helgan


you power

Grin árans fjárin... var búin að blogga og vera ansi lengi að því skreppa og hengja á snúruna og svona og var greynilega of lengi þannig það bara hvarf og ég þarf að byrja upp á nýtt jessss my favorite heheTounge en hvað með það hér kemur allavega bloggGrin

Helgin að baki og einn magnaður mánudagur gegnin í garð. Helgin var bara alveg ljómandi. Borðað mikið nammi, snakk, ís, doritos og ídýfa ummm enda má það líka alvegWink  hafði það verulega gott með strákunum mínum, kúrt með kalli og nudd og alles bara snilld.  Svo er búið að vera magnað veður á Dallaz og við famelían skellt okkur í nokkra göngutúra um helgina. Ég skellti mér svo í afmæli til Þórgunnar á laugardagskvöldið það var rosa gaman. ég var reyndar ekki mjög lengi því einkasonurinn vaknaði 2 tímum eftir að ég fór og vildi bara fá bobba notlaGrin nb þá vaknaði hann rétt áður en ég ætlaði út um dyrnar líka og drakk því rétt áður en ég fór... greynilega fundið á sér að kella ætlaði að bregða sér af bæ!!! en kellan dreif sig heim með mjólkurbúið um miðnætti en nennti/langaði svo ekki að fara út aftur bara vera heima hjá strákunum mínum. Ég hef nú ekki gert mikið af því að fara eitthvað eftir að Ari Hrannar fæddist mér finnst það voða gaman en samt er ég alltaf með samviskubit finnst ég bara eiga að vera heima!!! nota bara rugl hafa allir gott af því að gera eitthvað fyrir sjálfan sig og fara aðeins út úr rútínunni sinni aðeins að breyta til... má ekki gleyma sjálfum sérErrm 

Hlakka til að geta farið að taka almennilega á því í ræktinni og fá mér prótein og glútamín, þetta fer ekki saman með brjóstagjöf. Mér hlakkar álika mikið til eins og mig kvíður fyrir að hætta með Ara á brjósti, það er náttúrlega svo rosalega hollt fyrir hann og eftir að mjólkuofnæmi uppgötvaðist þá hef ég ákveðið að vera með hann sem lengst á brjósti þessa elsku, svo finnst mér þetta algjört æði og skapar svo mikil tengslHeart verð náttla að minnka það allavega í eina-2 gjafir áður en ég byrja að vinna..úff er uppfull af kvíða fyrir því líka vil ekki fara að vinna frá Ara Hrannari nærrum því strax!!!!!  Brjóstagjöfin er líka svo góð vörn fyrir þessi kríli t.d. hefur Ari Hrannar aldrei orðið lasin 7,9,13 *lem í borðið* og ég segji að það sé brjóstagjöfinni að þakkaSmile

jæja einkasonurinn kallar á athygli móður sinnar og skilur ekki þetta endalausa pikk hjá henni hehe best að knúsa englabossan sinn Kissing

LeitER Helgan


Hagkaupsbæklingur!!

Ég var að passa Hörpu í dag mamma hennar og pabbi eru úti í Boston *ÖFUND* og hún er mikið fyrir að horfa á Strákana/stelpurnar/svínasúpuna og 70 mínotur. Í dag vorum við að glápa á Svínasúpuna og það var atriði með henni Gullu snillingi þar sem hún var með vinkonu sína í heimsókn og þær voru að fletta blöðum og svo var Gulla að fletta hagkaupsbæklingnum og kemur að opnu með kvennmanns nærfötum og þar er mjög svo smekkleg slumma og hún kallar í manninn sinn og segjir " var ég ekki búin að byðja þig að hætta að rúnka þér yfir Hagkaupsbæklingnum!!!" múhahahahLoL og þetta varð frekar neyðarlegt því ég hló notla af þessu og Harpa spyr hvað er það? og ég bara hreinlega vissi ekki hverju ég átti að svara hún er sko 8 áraSmile þannig ég sagði bara humm ég veit það ekki og hún spurði þá strax aftur af hverju fórstu þá að hlæja heheheheLoL æj þetta var frekar fyndið en neyðarlegt atvikGrin

annars er búið að vera nóg að gera hjá kellu fjórar kynningar og svona og ég bíð bara eftir herlegheitunum það verður nóg að gera eftir helgina þegar ég fæ vörurnar og fer að flokka.. svo er nettengingin eitthvað búin að vera að stríða mér svo ég hef ekki náð að blogga. Svo kella er bara búin að vera að prenta út myndir og svona þar sem við keyptum um daginn meiri ljósmyndapappir að við héldum allavega en þetta er næstum því bara eins og venjulegur pappir frekar glatað þar sem ég hélt að ég hefði fjárfest í þessum líka fína pappír en þá skýrir líka verðmiðinn sig sjálfur fannst það eitthvað óvenju ódýrt að borga 1090kr fyrir 50 arkir á Íslandi.. þetta var klárlega sekkurinn í köttnumLoL

en hvað er málið með kreisí húsflugur sem eru að vakna úr dvala alveg á bandvitlausum tíma svo ráðast þær bara á mann og þykjast hafa roð í mannDevil. Þvílíkir sauðhausar þessar blessuðu flugur. Var að kúrast með Ara mínum í sófanum áðan þegar mér klæjað skyndilega svona á enninu og sveifla hendinni í átt að enninu og þá flýgur eitt stykki fluga af mér og mér var litið brúnaþungt á Boris sem stendur sig engan veginn í stykkinu við að veiða enda með lélegri veiðiköttum sem finnast sunnan alpafjalla!!! akkuru nýtast kettir ekki til neins nema bera með sér skít, hár og dauða fugla!!! þeir eru notla óttarleg krútt og finnst gott að láta klappa sér og mala og svona en gera mest lítið að mér finnst allavegaTounge

jæja x-factor að byrja Mosarellasticks í ofninum og heit ídýfa á leið þangað þar á eftir. Spennandi að sjá hvort það verður jafn mikið drama í þessum þætti eins og seinast en ég verð nú bara að viðurkenna það að það láku tár hjá Helgunni við að sjá Einsa Bárðar skæla það þarf ekki meira en það.

jæja góða Helgi krútturnar mínar

LeiTer

Helgan  


Einkasonurinn 7 mánaða í Dag!!!!!

Vá ég er ekki að trúa því að það séu 7 mánuðir síðan hann var togaður í heiminn þessi elska. og nú velti ég því fyrir mér ef ég hefði ekki látið dreifa fæðingarorlofinu þá væri ég farin að vinna eða væri launalaus shjett hvað þetta er fáránlegt á þessu blessaða landi okkar. Get ekki skilið hvernig það er hægt að fara að vinna frá þessum krílum 6 mánaða úffff en stundum er víst ekkert annað í boði.

Ari Hrannar er bara alltaf jafn glaður og ánægður með lífið. Foreldrarnir jafn ánægðir með lífið og son sinnInLove

Ætla ekki að hafa þetta lengra í dag bara skella nokkrum myndum með.

213_1320

verðandi Körfubolta strjarnaWink

213_1371

Svo saklaus og sæturHeart

213_1389

og alltaf glaður og hlæjandiGrin

Elska hann meira en orð geta nokkrun tímann lýst og ég er svo heppin að fá að vera mamma hans yndislegt líf.

Helgan stolta mamma


nýtt útlit

Extream makeover á síðunni hjá Helgunni. orðin doldið Helguleg og svonaTounge 

en já ástðan fyrir ekki bloggi um helgina er sú að ég var verulega bissý, tvær snyrtivörukynningar, afmælisveisla, gistum á ak og kikkuðum á djammið já þið heyrðuð rétt kellan fór í Sjallan í fyrsta skipti síðan ég sprangaði þar um á bikini fyrir næstum 2 árum síðan. Já voða gaman að kikka aðeins út á lífið en það geri ég samt ekki í bráðina aftur allavega ekki meðan ég er með Ara á Brjósti shjettturinn það gengur bara ekki upp að sofa 3-4 tíma ó nei... mér fannst ég reyndar bara vera 40 ára í sjallanum svo mikið af ungu fólki eða kannski er ég bara orðin svona gömul en maður er samt ekki eldri en maður vill vera allavega er ég alltaf 20 áraTounge skrítið að rekast á krakka sem maður hefur farið með á samfés í sjallanum heheGrin en vá hvað var mikið af fólki þarna hann Palli kallinn kann sko líka að þeyta skífunum algjör snilliGrin við vorum ekki lengi og móðureðlið sagði bara til um hvenær væri rétt að fara heim þar sem Ari vaknaði ca 20 sek áður en við gengum inn um  dyrnar hjá Birnu mágkonu og co. Og Birna sagði líka vá þvílík tímasetning!!

Það ráku líka nokkrir upp stór augu að sjá mig á lífinu kannski ekki skrítið hehe en djöfull er ég góð í að hunsa viðreynsluseggi sem leynast nú víða á svona stöðum. Einn spurði mig hei hvað tekur í bekk eigilega og ég var fljót að svara allavega ekki þig!!!! múhahaha merkilegt hvaða pikkup línur detta á djamminu... Þegar ég var ólétt og það var verið að reyna við mig sem ég átti síst von á, þá þurfti ég einu sinni að segja herðu vinur sérðu ekki kúluna???? hver reynir við ólétta konu?? eins og þegar við vorum í Tallin í Eistlandi og kallarnir voru að sötra öl og ég og Fanney vorum í fatabúðum koma ekki tveir eistar eða 4 eistu hihí og fara að tala við mig á eistnesku eða hvað sem þeir nú tala og ég skildi notla ekki orð og hristi bara hausinn og labbaði í burtu nei dúddarinr bara eltu mig og þeir voru farnir að rifast og ég var eigilega bara orðin hrædd við þá og var næstum því farin að kalla á Bjarma eftit hjálp. voða vonlausir gaurar að reyna við ólétta konu kannski voru það ljósu lokkarnir maður spyr sig!!!!Grin

LeitER

Helgan sem hélt að hún væri allt annað en viðreynsluhæf.....

  


úfff

næstum því búin að klúðra átakinu strax hehehe en ákvað að grípa gæsina meðan ég bíð eftir úrslitum í X-factor. búin að gefa Hara mitt atkvæði og spái því að þær og Jagvan berjist um titilinn shjetttt hvað hann var góður í kvöld.

Við tengdamamma skelltum okkur í olís í hléinu og fjárfestum í bragðarefum ummmm og sjeik handa kalli. Og ég er sem sagt búin með hálfan líter af ís og um það bil 2 súkkulaði stykki sem hann innihélt að auki ummmm mikið djöfull sem þetta er gott vildi nú helst hafa Brynjuís á Dallaz en maður lætur hitt næjaLoL held að starfsfólkið í Olís sé farið að átta sig á hvað ég er mikil ísabellagrís að þó ég panti þann minnst þá fæ ég alltaf stóran þá er sko Helgan glöð.

jæja úrslitin fara að koma

leiTer

Helgan


blogg átak

Eru ekki allir alltaf í einhverju átaki maður spyr sig? en ég ákvað að skella mér í blogg átak og ætla að reyna að blogga á hverjum degi og þið þurfið þá að vera dugleg að kvittaWink hvað haldið með þetta á þetta eftir að standa í viku eða skemur hehe hafiði ekki trú á mér í þetta?

fór fyrir slysni inn á gömlu síðuna mína um daginn eða öllu heldur Ari Hrannar var í fanginu á mér og réðst á tölvuna og tókst að velja gömlu síðuna mína í favorites hehe en þá rak ég augun í það að það eru fleiri sem fara á hana en þessa.. og ég fór að velta fyrir mér hvort að fólk væri ekki alveg örugglega búið að átta sig á því að ég væri komin með nýtt blogg hummm skrítið nokk og svo í kjölfarið hef ég tékkað á þessu í nokkur skipti og það virðist vera að ekki bloggið mitt sé vinsælla en þetta voða dapur bloggari humm sorglegt!!!!

jæja blogg dagsins komið í hús

LEiTer

Helgan með átaksbloggDevil


Helgan ekki skilja

ég er bara ekki að fatta hvernig þetta allt saman getur virkað. Fasteignir hækka, fasteignagjöldin hækka, lánin hækka, afborganir hækka bara yfir höfuð en eina sem ekki hækkar eru launin hvernig getur þetta allt saman farið saman ég bara spyr???? hvar endar þetta eigilega. Á maður bara að vera blankur for ever eða er málið að komast í einhverja baugsklíku eða hvernig á maður að geta staðið undir þessu sem meðalljón eða meðalhjón múhahaha þessi var slakurLoL

Fékk reyndar gúddý hugmynd um daginn eða fyrir 4 mán síðan akkuru segir maður alltaf um daginn bara eins og það hafi verið í fyrragær en kannski var það í fyrra eins og í þessu tilfelli tihíLoL já ég var að velta því fyrir mér að heyra í Jóhannesi vini mínum í bleika svíninu og athuga hvernig honum litist á það að opna Zöru á Akureyris og ég gæti verið verslunarstjóri hehe finnst ykkur það ekki góð hugmynd??? finnst vanta svona búð norður eða búð eins og Vera moda. Kallinn á notla bara fucking Reykjavík og munar örugglega ekki um það að opna Zöru á Ak. ég ætti kannski bara að rífa upp tólið og heyra í kauða.Tounge

Annars er ég alltaf að huxa um hvað ég á að verða þegar ég verð "stór" efast um að ég stækki mikið úr þessu nema kannski á hinnveginn múhahahaha en efst í huga mér er tvennt og veit ég eigilega ekkert hvað ég á að gera!!!!!! HJálp!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kvíði mikið fyrir að fara að vinna frá Ara mínum vil helst bara ekki huxa um það fæ bara hnút í mallakút.

Getraun hehe: "já ef þú borgar ekki fyrir jól sendi ég lögfræðinginn minn á þig"

úr hvaða mynd/þætti er þessi?

leitEr Helgan


XXXXX

Horfa ekki allir á x-factor? eða þeir sem eru með stöð 2 væntanlega. Ég horfi alltaf á þetta og finnst þetta sérdeilis prýðilegt sjónvarpsefni. var ekki nógu sátt með úrslitin í gær fannst Siggi ekki eiga að fara heim og ekki heldur Gís en svona eridda víst þetta er notla alltaf vinsældakostning frekar heldur en það sé verið að kjósa besta söngvaran/x-factorinn.. Fannst svenska stelpan eiga að fara heim en réttast hefði notla verið að senda bara Ellý heim hún er notla bara eitthvað gaga... ég spyr bara hvaða lag finnst henni gott hún segir í hverjum einasta þætti 4-8 sinnum ohh ég þoli ekki þetta laga og blabidíbla hún getur bara haft það fyrir sig og dæmt frammistöðu keppenda.. ekki það að ég hafi mikið vit á tónlist en hún hefur örugglega minna vit og fyrir utan hvað hún er lagin við að tala í mynavélarnar hehe LoL fannst helvíti gott hjá annari í Gís í þættinum fyrir viku þegar hún sagði að sér þætti gaman að sjá Ellý taka þetta lag múhahahahaha eitt stórt prik fyrir þetta svarGrinEinsi kallinn notla bara snillingur í tilsvörum og mest hægt að taka mark á honum myndi ég segja.. finnst Palli líka dásamlegur alltaf að koma með eitthvað gaygrín bara fyndin og líka hægt að taka mark á honum tónlistarlega séð hann var nú í miklu uppáhaldi hjá Helgunni hér á árum áður myndir af honum upp um alla veggi í herbergi HelgunnarLoLLoL.

Mér finnst Inga svo mikið krútt og lifir sig svo inn í þetta er alltaf svo ánægð að vera þarna. Svo við tölum nú ekki um Jagvan/Færeyski folinn hehe þvílíkt krútt sem hann er, hann verður í topp3 spái ég. Ég held notla með Hveróbombunum bara snillingar. Alltaf svo gaman að horfa á þær og nóg á orku það vantar sko ekki.. þær eru ekkert bestu söngvararnir en þær eru svo skemmtilegar á sviði og hafa klárlega þennan x-factorWink

Veit ekki hvað veðurguðirnir eru að huxa þessa dagana það er bara vorveður og maður fer alveg að detta í sumargírinn þá kemur örugglega stórhríð hehe týpísktLoL

Smá X-factor blogg

Helgan

Sjá þessa fegurð úfff enda roðnar lakið heheHeart

 Finnst myndablogg svo skemmtileg svo ég varð að setja eina af gullinu mínu meðSmile

20070124212027_7


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband